29 Júní 2022 16:52
Í kvöld og nótt á að fræsa og malbika akrein á Reykjanesbraut, milli Breiðholtsbrautar og Sæbrautar. Veginum verður lokað og hjáleiðir verða um Stekkjarbakka, Höfðabakka og Nýbýlaveg.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 og til kl. 7 í fyrramálið.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.