23 Júní 2022 15:04
Vegna vinnu við leiðara má búast við truflun á umferð í Kollafirði í nótt og næstu nætur frá miðnætti og til kl. 7 á morgnana. Þá er unnið að endurbótum á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, milli Langatanga og Reykjavegar. Sprengja þarf á svæðinu (frá kl. 9.30 mánudaga – föstudaga) og verður umferð stöðvuð í um 5 mínútur á meðan. Þrengingar verða á vegi og má búast við umferðartöfum. Verklok verða í haust.
Háaleitisbraut, milli Kringlumýrarbrautar og Skipholts, verður lokuð næsta mánuðinn, eða til 23. júlí, vegna endurnýjunar á hitaveitulögn. Opið verður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Föstudaginn 24. júní er fyrirhugað að vera við malbiksyfirlagnir og fræsingar í/á þessum götum á höfuðborgarsvæðinu: Áland, Fífuhvammsvegur (milli Salavegar og Versala), Kópavogsbraut (til vesturs milli Urðarbrautar og Kópavarar), Menntasveigur, Strýtusel og Stuðlasel.
Vegna fyrrnefndra framkvæmda á Fífuhvammsvegi, frá kl. 9-15, er bent á að opið verður fyrir vegfarendur að Salalaug frá Arnarnesvegi. Aðkoma að Lindakirkju og Lindakirkjugarði verður lokuð meðan framkvæmdum á hringtorgi við Salaveg stendur og er gestum þangað bent á að leggja bílum sínum við Nettó á meðan þessu varir.