27 Október 2014 12:00
Unnið verður að nýjum áfanga á Álftanesvegi frá og með deginum í dag og er reiknað með að vinnunni ljúki föstudaginn 7. nóvember. Þær framkvæmdir fela í sér að fara þarf hjáleið um Garðaholt og Garðaveg. Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega enda vegurinn mjór miðað við þá umferð sem um hann þarf að fara á framkvæmdatímanum. Sjá nánar á vegagerdin.is
Mynd: Vegagerðin