17 Júlí 2017 08:46

Í dag er stefnt að því að malbika 600m kafla á Breiðholtsbraut, mitt á milli Jafnasels og Vatnsendahvarfs, báðar akreinar, en unnið verður á einni akrein í einu og má búast við umferðartöfum á milli kl. 9 og 19.30.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.