4 Júní 2013 12:00

Næstu daga verður unnið við malbikun nýrrar strætóreinar meðfram Hafnarfjarðarvegi á akrein til norðurs frá Arnarnesvegi að Kópavogslæk. Vegna þessa þarf að þrengja Hafnarfjarðarveg tímabundið á þessum kafla. Vegfarendur eru hvattir til að sýna fyllstu aðgát við akstur um svæðið og fylgja þeim merkingum sem upp verða settar eftir því sem verkinu miðar áfram. Áætlað er að þessum framkvæmdum ljúki föstudaginn 7. júní.