2 Júlí 2019 09:31

Fræsing og malbikun gatna er fyrirhuguð á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag og má þar nefna Gullinbrú í Grafarvogi (í norður framhjá gatnamótunum við Fjallkonuveg), Sóleyjargötu til norðurs (á milli Njarðargötu og Skothúsvegar), Grensásveg til suðurs (á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar), Fellsmúla austanmegin, syðst í Ármúla (frá Ármúla 44 að Grensásvegi), Framnesveg (á milli Öldugötu og Hringbrautar), Öldugötu (á milli Bræðraborgarstígs og Framnesvegar) og hringtorg á mótum Herjólfsgötu, Hjallabrautar og Vesturgötu í Hafnarfirði.