30 Júlí 2019 14:52

Í kvöld og nótt verður unnið að viðgerðum á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. á Kringlumýrarbraut, á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar, frá kl. 21 og til miðnættis, í hringtorgi við Setberg og N1 í Hafnarfirði frá kl. 23 og til kl. 1 eftir miðnætti og í Kollafirði frá miðnætti og til kl. 7 í fyrramálið. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.