7 Ágúst 2012 12:00

Í fyrramálið, miðvikudaginn 8. ágúst, eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Nýbýlavegi í Kópavogi, á kaflanum á milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs en hjáleiðir verða um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna framkvæmdanna á þessum vegkafla má búast við minniháttar umferðartöfum.

Eftir hádegi á morgun, miðvikudaginn 8. ágúst, verður malbikað á Reykjanesbraut til suðurs frá Miklubraut að Stekkjarbakka. Unnið verður á einni akrein í einu og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um vinnusvæðið.