26 Ágúst 2020 08:25

Ekkert lát er á framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og í dag er fyrirhugað að malbika og/eða fræsa á ýmsum stöðum. M.a. hringtorg á Vatnsendavegi við Kóraveg og Þingmannaleið, hringtorg á Borgavegi við Langarima og einnig í Langarima á milli Borgavegar og Hrísrima, í Nóatúni á milli Sóltúns og Hátúns og í Katrínartúni á milli Borgartúns og Sæbrautar. Vinnan á þessum stöðum hefst á milli 9 og 9.30 nema í Katrínartúni, en þar er áformað að vera við malbiksviðgerðir um hádegisbilið.