19 Maí 2021 09:44
Það er víða verið að fræsa og malbika götur á höfuðborgarsvæðinu þessar vikurnar, en í dag eru slíkar framkvæmdir m.a. fyrirhugaðar á Hrísateig, Laugarnesvegi, Kirkjusandi og sömuleiðis í Funafold og Logafold.
Ökumenn eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi og virða merkingar við vinnusvæðin.