25 Maí 2021 19:30

Á morgun, miðvikudaginn 26. maí, eru fyrirhugaðar framkvæmdir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars er stefnt á að malbika akrein á Hafnarfjarðarvegi á milli Arnarnesvegar og Digranesvegar. Akrein, ásamt rampi uppá Digranesveg, verður lokað meðan á framkvæmdum stendur og verður hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæði. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9-16. Einnig er fyrirhugað að fræsa akrein á Kringlumýrarbraut á milli Nýbýlavegar og Bústaðavegar. Akreininni verður lokað meðan á framkvæmdum stendur og verður hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæði. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9-13. Þá er ráðgert að malbika nyrðri akreinar Fífuhvammsvegar, þ.e. akstursstefnu í vestur, á milli hringtorgs við Lindarveg og að brú á Reykjanesbraut frá kl. 9-17 og mun gatan verða að fullu lokuð á meðan framkvæmdum stendur. Umferð verður beint um hjáleiðir um Skógarlind og Arnarnesveg á meðan framkvæmdum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kann að hljótast.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.