1 Júní 2021 19:30

Á morgun, miðvikudaginn 2. júní, eru fyrirhugaðar framkvæmdir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars er stefnt á að malbika vestari akrein Fífuhvammsvegar til suðurs, á milli Arnarsmára og aðreinar að Hafnarfjarðarvegi ofan við Fífuna. Vegna þessa verður akreinin lokuð frá kl. 9-14, en umferð mun verða beint um Smárahvammsveg og syðri hluta Dalsmára að Arnarnesvegi á meðan framkvæmdum stendur. Þá eru malbiksviðgerðir áformaðar á Laugavegi við Nóatún, en loka þarf Laugavegi á milli Rauðarárstígs og Nóatúns frá kl. 9 og fram yfir hádegi. Af sömu ástæðu þarf að loka Neshaga við Furumel til vesturs. Vinnan þar mun hins vegar hefjast um hádegi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.