1 Júlí 2021 12:53
Í kvöld og nótt frá kl. 21 – 03 er stefnt að því að fræsa báðar akreinar til vesturs á Sæbraut, milli Klettagarða og Kringlumýrarbrautar. Sæbraut verður lokuð á þeim kafla meðan á vinnu stendur.
Í kvöld og nótt frá kl. 20 – 06 er einnig áformað að malbika miðakrein á Kringlumýrarbraut til norðurs. Kaflinn byrjar við Nýbýlaveg og nær að gatnamótum við Miklubraut. Miðakreininni ásamt aðliggjandi akrein næst miðeyju verður lokað meðan á framkvæmd stendur og verður umferð beint um hjáleið um hringtorg á Nýbýlavegi og aftur inn á Kringlumýrarbraut. Athugið að lokun hefur áhrif á gatnamót við Listabraut, Hamrahlíð og Miklubraut.
Á hádegi á morgun, föstudag, og fram til mánudags er fyrirhugað að loka fyrir umferð í Austurhrauni frá hringtorgi við Austurhraun/Miðhraun að gatnamótum Urriðaholtsbrautar og Austurhrauns við brúnna yfir Reykjanesbraut. Hjáleið inn í Austurhraun verður frá Reykjanesbraut um Álftanesveg/Flatahraun. Núverandi gönguþverun verður opin fyrir gangandi og hjólandi umferð þar til að ný gangbraut er tilbúin.