19 Ágúst 2021 09:25
Í dag, fimmtudag, er fyrirhugað að malbika og fræsa á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar á meðal á Selásbraut (milli Víkuráss og Þingáss), Stórhöfða (botnlangi, hús nr. 45), Hringbraut (við Meistaravelli), Frakkastíg (milli Hverfisgötu og Njálsgötu) og í Klyfjaseli. Í kvöld og fram yfir miðnætti, eða frá kl. 18-01, er enn fremur stefnt að því að malbika Nýbýlaveg frá hringtorgi við Lund/Auðbrekku og fram yfir hringtorg við Kringlumýrarbraut.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.