5 Október 2021 08:22
Í dag, þriðjudag, er stefnt á að malbika báðar akreinar á Reykjavíkurvegi frá Hjallahrauni að Fjarðarhrauni. Hægri akrein verður lokað kl. 8 og veginum öllum kl. 9. Hjáleiðir er merktar á staðnum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 8 – 17.
Í dag er líka áformað að malbika ramp frá Miklubraut til austurs og inn á Reykjanesbraut til norðurs. Áætlað er að vinnan standi frá kl. 9 – 15.30.
Í dag er sömuleiðis ráðgert að fræsa ramp frá Reykjanesbraut til norðurs og upp á Miklubraut til austurs. Áætlað er að vinnan standi frá kl. 9.30 – 14.
Þá er einnig stefnt á að fræsa frárein á Vesturlandsvegi frá N1 á Ártúnshöfða og upp að rampi sem liggur upp á Höfðabakka. Áætlað er að vinnan standi frá kl. 13 – 15.
Og loks eru fyrirhugaðar malbiksviðgerðir á Sogavegi og Sundlaugavegi. Sogavegur verður lokaður í báðar áttir á milli Tunguvegar og Bústaðavegar frá kl. 9 -12. Sundlaugavegur verður hins vegar lokaður til vesturs frá Dalbraut að Laugalæk frá kl. 12 – 15.