19 Október 2021 08:32
Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, þriðjudag, en m.a. er stefnt á að malbika ramp frá Suðurlandsvegi niður á Vesturlandsveg til norðurs. Rampinum verður lokað meðan á framkvæmdum stendur, en áætlað er að þær standi frá kl. 9 – 16. Sömuleiðis er á dagskrá að fræsa og malbika Reykjavíkurveg til norðurs, þ.e. frá Arnarhrauni að Flatahrauni, frá kl. 9 – 15. Þá er ráðgert að fræsa hægri akrein á Vesturlandsvegi til vesturs, á milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar og verður akreininni lokað frá kl. 11 – 16. Og loks er fyrirhugað að malbika hringtorg á Vesturlandsvegi við Langatanga í Mosfellsbæ frá kl. 18.30 í kvöld og til miðnættis. Hringtorginu verður lokað, en hjáleiðir verða um Skarhólabraut/Reykjaveg annars vegar og Þverholt/Baugshlíð hins vegar.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.