8 Júní 2022 08:32

Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, miðvikudaginn 8. júní. Þar má nefna malbikun hringtorgs á gatnamótum Sundlaugavegar og Dalbrautar og sömuleiðis malbikun á Dyngjuvegi, þ.e. milli Austurbrúnar/Vesturbrúnar og Langholtsvegar. Einnig er ráðgert er vera við malbiksviðgerðir á bæði Grjóthálsi og Lynghálsi. Á Lynghálsi á þetta við um kaflann á milli Stuðlaháls og Tunguháls.

Í Hafnarfirði er verið að malbika Strandgötu, þ.e. frá Bæjartorgi að Flensborgartorgi. Vinnan þar hófst í gær, en henni á að ljúka kl. 18 í dag samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.