16 Ágúst 2022 09:45

Í kvöld er stefnt á að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi við Hvalfjarðarveg á Kjalarnesi. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt framhjá framkvæmdarsvæði, en verktími er áætlaður frá kl. 20 til 2 í nótt.  Á sama tíma er fyrirhugað að fræsa akrein til austurs á Suðurlandsvegi framhjá Litlu kaffistofunni. Akrein verður lokað og umferð færð yfir á öfugan vegarhelming framhjá framkvæmdarsvæði. Af öðrum framkvæmdum í dag má nefna malbiksyfirlagnir á Fjallkonuvegi í Grafarvogi (milli Gullinbrúar og Funafoldar) og í Baugshlíð í Mosfellsbæ (milli Skálahlíðar og Vesturlandsvegar).  Lokað verður inn á Vesturlandsveg frá Baugshlíð til kl. 13 í dag ef áætlaður verktími gengur eftir.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.