2 Nóvember 2022 09:18

Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, miðvikudag, og má þar nefna malbiksviðgerðir í Rofabæ í Árbæ, milli Bæjarbrautar og Fylkisvegar, á Borgavegi í Grafaravogi, milli Strandvegar og Sóleyjarima, og í Hamravík í Grafarvogi. Framkvæmdir í Hamravík hefjast eftir hádegi, en fyrir hádegi á hinum stöðunum.

Vekjum sömuleiðis athygli á því að í nótt, aðfaranótt 3.  nóvember, verður unnið við kantlýsingu og skiltaljós í Hvalfjarðargöngum. Vinnan þar hefst á miðnætti í kvöld og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.