20 Júní 2023 08:49

Í dag verður Hlíðarhjalli í Kópavogi, á milli Fífuhjalla og Skálaheiði, lokaður vegna malbiksframkvæmda frá kl. 9 – 17. Hjáleiðir verða um  Dalveg og Skálaheiði. Skammvinn truflun verður á umferðarflæði um gatnamót Hlíðarhjalla og Fífuhjalla á meðan vinnu þar stendur, en óheft flæði verður um gatnamótin þegar vinnu við gatnamótin er lokið.

Í kvöld og nótt er stefnt á að fræsa Reykjanesbraut í Reykjavík, á milli Miklubrautar og Breiðholtsbrautar. Veginum verður lokað í suðurátt og hjáleið verður um Ártúnsbrekku, Suðurlandsveg og Breiðholtsbraut. Vinnan mun standa yfir frá kl. 19 – 4 í nótt.

Í kvöld og nótt er líka stefnt á að malbika Breiðholtsbraut í Reykjavík, á milli Stekkjarbakka og Jaðarsels. Veginum verður lokað í suðurátt og hjáleið verður um Miðskóga og Seljabraut. Vinnan mun standa yfir frá kl. 19 – 5 í nótt.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Ökumenn á Krýsuvíkurvegi eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi vegna hjólreiðakeppni á veginum frá kl. 19-20 í kvöld.