16 Júlí 2015 10:30

Í dag verður umferð á Vesturlandsvegi á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ veitt á framhjáhlaup vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst vegna framkvæmdanna. Áætlað er að umferð verði veitt um framhjáhlaup fram yfir miðjan septembermánuð og að lok framkvæmda verði í nóvember.

Þá verður unnið við malbikun á Vífilsstaðavegi (hringtorg) milli Markhóls og gatnamóta Löngulínu og verður lokað á meðan á framkvæmdum stendur til kl. 17 í dag. Hjáleiðir verða merktar. Einnig verður unnið við fræsingu og malbikun á Sæbraut frá gatnamótum á Kleppsvegi og að gatnamótum Miklubrautar, mun vinna standa yfir fram eftir degi.

Minnt er á að verið er að ganga frá tengingu núverandi Álftanesvegar við þann hluta sem endurbyggður var 2014 við Garðaholt. Loka þarf veginum á meðan og verður hjáleið um Garðaholtsveg og Garðaveg. Vinnan hefur ekki áhrif á umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um göngustíginn. Verkinu á að ljúka 22. júlí.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.