8 September 2016 09:17
Í dag verður unnið að því að fræsa ramp í norður frá Reykjanesbraut upp á Breiðholtsbraut og Fjarðarhraun (Hafnarfirði) í suður frá Hjallahrauni að Flatarhrauni, báðar akreinar. Lokanir og hjáleiðir verða merktar meðan á framkvæmd stendur. Önnur akreinin verður lokuð í einu. Áætlað er að framkvæmdin standi yfir til kl. 12 á Reykjanesbraut og frá kl. 12 til 15 í Hafnarfirði.
Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.