28 Maí 2019 10:15

Í dag eru fyrirhugaðar framkvæmdir á ýmsum stöðum í umdæminu, en m.a.  er stefnt að því að fræsa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, þ.e. á kaflanum á milli Hjallahrauns og fram yfir gatnamót við Flatahraun/Hraunbrún, en annarri akreininni verður lokað í einu. Áætlað er að þessu verði lokið um hádegi. Áformað er einnig að malbika á Vífilsstaðavegi, frá hringtorgi við Vífilsstaði og að Vetrarbraut og ætti því að vera lokið um tvöleytið. Um hádegi er ráðgert að fræsa annars staðar á Vífilsstaðavegi, þ.e. á milli Litlatúns og Kirkjulundar og verður annarri akreininni lokað í einu, en verklok eru áætluð kl. 16. Loks má nefna að á dagskrá er einnig að fræsa í Gullengi í Grafarvogi.