12 Júní 2023 11:54

Í kvöld og nótt er stefnt á að fræsa akrein á Hafnarfjarðarvegi/Kringlumýrarbraut til norðurs, frá Fossvogi að Miklubraut. Þrengt verður að umferð og beygjureinar upp og niður á Bústaðaveg verða lokaðar, sem og við Listabraut. Vinnan mun standa yfir frá kl. 19 – 3 í nótt.

Í kvöld og nótt er líka stefnt á að malbika Hafnarfjarðarveg á milli Arnarsnesvegar og Digranesvegar í norðurátt. Hafnarfjarðarvegi verður lokað, en hjáleið er um Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Vinnan mun standa yfir frá kl. 19 – 5 í nótt.

Og í kvöld og annað kvöld verður akreinum í Kópavogsgjá í átt að Hafnarfirði lokað frá kl. 20 – 6.30 að morgni vegna vinnu við gatnalýsingu. Að kvöldi 14. og 15. júní verður svo akreinum í Kópavogsgjá í átt að Reykjavík lokað af sömu ástæðu frá kl. 20 – 6.30 að morgni.