8 Maí 2023 16:23
Á þriðjudags- og miðvikudagskvöld er fyrirhugað að vinna við fræsa Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Loka þarf hluta Hringbrautar bæði kvöldin vegna þessa, eða frá kl. 18.30-23.
Á þriðjudagskvöld, 9. maí, verður unnið á Hringbraut til suðausturs og sá hluti götunnar lokaður frá Grandatorgi að Hringbraut 63. Óheimilt verður að beygja frá bæði Álagranda og Framnesvegi og aka Hringbraut til suðurs meðan á þessu stendur á þriðjudagskvöld, en hins vegar heimilt að aka frá báðum götunum og fara Hringbraut til norðurs.
Á miðvikudagskvöld, 10. maí, verður unnið á Hringbraut til norðvesturs og sá hluti götunnar lokaður frá gatnamótum við Ljósvallagötu og að Hringbraut 78. Þá verður einnig lokað fyrir umferð niður Hofsvallagötu frá Ásvallagötu að Hringbraut.