24 Júlí 2019 09:15

Í dag, miðvikudaginn 24. júlí, verður unnið við malbikun á Kringlumýrarbraut, milli Suðurlandsbrautar/Laugavegar og Sæbrautar. Þrengt verður að umferð og henni stýrt meðan á vinnu stendur yfir frá kl. 10 og fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.