27 Júní 2019 09:20

Í dag er fyrirhugað að vinna við fræsun á nokkrum götum á miðborgarsvæðinu, en um er að ræða Sóleyjargötu (á milli Skothúsvegar og Njarðargötu), Gömlu Hringbraut (á milli Njarðargötu og Vatnsmýrarvegar) og Bragagötu (á milli Laufásvegar og Bergstaðastrætis). Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni standa yfir fram eftir degi.