24 Febrúar 2016 10:15

Verið er að setja upp vegrið á Miklubraut, á kaflanum frá mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar að Skeiðarvogi. Smávægilegar umferðartafir verða þar fram til klukkan 16 í dag en hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða merkingar.