13 Júlí 2017 17:07

Í kvöld og nótt, eða frá kl. 20 – 04, er stefnt að því að fræsa og malbika á Miklubraut til austurs og vesturs. Malbika á miðakrein frá gatnamótum við Háaleitisbraut og yfir gatnamót við Grensásveg, ystu akreinina til austurs yfir gatnamót við Grensásveg og að lokum miðakreinina til vesturs yfir gatnamót við Grensásveg. Grensásvegur lokast yfir Miklubraut. Lokanir og hjáleiðir verða merktar meðan framkvæmdirnar standa yfir.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.