13 Október 2014 12:00
Vegagerðin hefur gefið heimild til framkvæmda við malbikun á Reykjanesbraut, Vífilsstaðavegur- Breiðholtsbraut, sem mun eiga sér stað á morgun, þriðjudag, ef veður leyfir. Unnið verður á kaflanum „Reykjanesbraut,rétt fyrir ofan brú við Vífilsstaðaveg“ þegar ekið er í átt til Reykjavíkur. Ein akrein verður alltaf opin fyrir umferð meðan á framkvæmdum stendur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við malbikun standi yfir frá kl. 9 og fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar á svæðinu.