12 September 2016 10:15

Í dag verður Reykjanesbraut, milli Víflisstaðavegar og mislægra gatnamóta við Garðahraun (í átt að Hafnarfirði), fræst og malbikuð. Síðar í dag verður kafli til móts við IKEA malbikaður, frá umferðaljósum að mislægum gatnamótum við Garðahraun (í átt að Garðabæ). Áætlað er að framkvæmdin standi yfir til kl. 17.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.