5 Júlí 2018 08:57
Í dag er stefnt að því að malbika akreinar á Reykjanesbraut í Kópavogi og Garðabæ. Byrjað verður á ytri akrein, frá beygjurampi við Bæjarlind að beygjurampi við Lindir. Næst verður farið í innri akrein, frá vegi við Hnoðraholtsbraut og að beygjurampi við Lindir. Þrengt verður í eina akrein á meðan framkvæmdum stendur og búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9 – 22.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.