16 Mars 2020 14:44

Nokkur óþægindi hafa á köflum fylgt framkvæmdum á Reykjanesbraut í Hafnarfirði undanfarna mánuði. Ökumenn hafa hins vegar sýnt bæði þolinmæði og skilning og munu þurfa að gera það áfram, en nú hefur verið lokað fyrir umferð um aðrein að Ástorgi frá Reykjanesbraut líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hjáleiðir eru um Krýsuvíkurveg og Ásbraut annars vegar og Kaldárselsveg og Ásbraut hins vegar. Gert er ráð fyrir að þessi lokun muni standa yfir til loka maí.