8 Júní 2020 22:48

Á morgun, þriðjudaginn 9. júní, er stefnt á að malbika 1,6 km langan kafla á Reykjanesbraut í Kópavogi, milli Nýbýlavegar og Arnarnesvegar. Þrengt verður um eina akrein og viðeigandi merkingar settar upp, en áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 6 í fyrramálið og til kl. 15.30 síðdegis.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.