2 Nóvember 2020 12:16

Frá kl. 18 í kvöld og til kl. 6 í fyrramálið verða fræstar báðar akreinar Sæbrautar til norðvesturs, milli Sægarða og Sundagarða, og verður umferð beint um Vatnagarða. Á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember, frá kl. 9-19 verður vegkaflinn svo malbikaður og verður umferð þá sömuleiðis beint um Vatnagarða. Vegkaflinn verður opinn frá kl. 6-9 í fyrramálið, þ.e. eftir að fræsingu lýkur og áður en malbikunin hefst.