31 Júlí 2019 11:15
Vegna framkvæmda þarf að loka tímabundið fyrir umferð um Snorrabraut í Reykjavík, á milli Flókagötu og Bergþórugötu, á fimmtudag og föstudag. Umferð suður Snorrabraut er beint á hjáleið um Bergþórugötu, Barónsstíg og Egilsgötu, en umferð norður götuna á hjáleið um Flókagötu, Rauðarárstíg og Grettisgötu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.