24 Maí 2020 20:30

Á morgun,  mánudaginn 25. maí, kl 9.30 mun verktaki loka fyrir umferð í norðurátt frá Ástorgi um Strandgötu í Hafnarfirði. Opnað verður aftur fyrir umferðina kl. 16.30 síðdegis. Hjáleið er um Reykjanesbraut og Kaldárselsveg. Opið verður fyrir umferð í suðurátt allan daginn sem og fyrir gangandi vegfarendur.

Því er einnig komið á framfæri að unnið er að nýjum undirgöngum undir Strandgötubrú, sem gerir það að verkum að leiða þarf gangandi og hjólandi vegfarendur um tímabundna gönguleið meðfram Strandgötu á u.þ.b. 100 m kafla. Á meðan á þessari framkvæmd stendur er því miður ekki fært fyrir hjólastóla að fara þessa leið. Þetta fyrirkomulag mun vara næstu mánuði, eða út ágúst.