11 Júlí 2012 12:00

Í kvöld eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir í hringtorgi við Rauðavatn á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar. Vegna þessa verður hringtorgið lokað að hluta frá klukkan 21 og fram eftir nóttu. Opið verður fyrir umferð að austan til vesturs fram eftir kvöldi, svo verður lokuninni snúið við. Um eða eftir miðnætti gæti orðið um tímabundna lokun að ræða. Settar verða upp merktar hjáleiðir í gegnum Norðlingaholt og Árbæ. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.