20 Ágúst 2019 20:30

Miðvikudaginn 21. ágúst er stefnt að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, þ.e. frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg og áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Akreininni, sem liggur til suðvesturs í átt að Bauhaus, verður lokað og þrengt að umferð, en áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 6-18. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.