8 Maí 2024 08:16

Sumarið er tími framkvæmda, en nú þegar má sjá dugmikla vinnuflokka að störfum víða á höfuðborgarsvæðinu að sinna viðhaldi gatna. Í dag, miðvikudag, eru fyrirhugaðar þesskonar framkvæmdir á nokkrum stöðum og eru vegfarendur beðnir um fara varlega við vinnusvæðin og virða merkingar. Þetta á m.a. við um Víkurveg í Grafarvogi, en þar verður veginum lokað til norðurs á milli Hallsvegar og Borgavegar. Í vesturborginni er enn fremur ráðgert að fræsa bæði á Furumel, milli Hagamels og Neshaga, og í Frostaskjóli.