19 Maí 2019 19:45

Á morgun, mánudaginn 20. maí, er stefnt að því að fræsa og malbika Fjarðargötu í Hafnarfirði á milli kl. 9 og 14, frá hringtorgi við Vesturgötu og að hringtorgi við Lækjargötu. Einnig er stefnt að því að fræsa og malbika Strandgötu í Hafnarfirði á milli kl. 14 og 19, frá hringtorgi við Lækjargötu og að hringtorgi við Fornubúðir.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.