5 Febrúar 2020 15:47
Á morgun, fimmtudag, verður stuttum vegkafla á Strandgötu í Hafnarfirði lokað frá kl. 10-17 vegna framkvæmda, en um er að ræða þann hluta Strandgötu sem liggur undir Reykjanesbraut líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hjáleiðir eru um Krýsuvíkurgatnamót og Kaldárselsveg.
Þess má enn fremur geta að bergsprengingar hafa verið framkvæmdar á svæðinu, en vegna þeirra hefur þurft að stöðva umferð á Reykjanesbraut í nokkrar mínútur á meðan því hefur staðið. Sprengt hefur verið um miðjan dag, um þrjúleytið, og hafa vegfarendur sýnt mikinn skilning vegna þessa.