5 September 2012 12:00

Hafin er vinna við 2. áfanga í lagningu háspennustrengja í Kópavogi. Á meðfylgjandi korti er lagnaleiðin sýnd með rauðri línu, en vegfarendur sem þarna eiga leið um eru beðnir um að sýna aðgát. Að mestu verður grafið í gangstéttum og grænum svæðum, en notuð eru fyrirliggjandi rör til að komast undir Nýbýlaveg og Furugrund. Vegna framkvæmdanna kunna að verða einhverjar umferðartafir og eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði.