6 Mars 2019 17:37

Lækjargötu í Reykjavík verður lokað til suðurs frá kl. 6–16 á morgun, fimmtudaginn 7. mars, nema fyrir Strætó og ferðaþjónustuaðila. Lokunarmerki og brautarverðir verða við Vonarstræti, Hverfisgötu og Bankastræti. Vinstri beygjur verða bannaðar frá Bankastræti og Hverfisgötu. Umferð sem kemur eftir Lækjargötu úr norðri verður beint upp Hverfisgötu.

Ástæða lokunarinnar eru byggingaframkvæmdir Íslandshótels að Lækjargötu 12, en áformað er að steypa gólfplötu hótelsins.