23 Október 2012 12:00

Á miðvikudag og fimmtudag frá kl. 9-16 eru fyrirhugaðar framkvæmdir í miðborginni. M.a. er ráðgert að vinna við lagfæringar á hellulögn í götu við gatnamót Bankastrætis og Ingólfsstrætis og einnig að vinna við viðgerð í götu framan við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Vonir standa til að framkvæmdum framan við Hegningarhúsið verði lokið um hádegisbil á miðvikudag en í framhaldinu verður aftur opnað fyrir umferð fyrir þann hluta Skólavörðustígs. Vegna framkvæmdanna í miðborginni þarf að grípa til lokana, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti.