10 September 2014 12:00

Frá miðnætti í kvöld og til kl. 3 í nótt verður unnið við að mála bláa naglann á akbrautir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík. Búast má við minniháttar töfum þar sem einni akrein í einu verður lokað tímabundið í stuttan tíma. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða merkingar.