24 Júní 2015 11:28

Í dag er unnið við að fræsa og malbika á Kringlumýrarbraut í Reykjavík, milli Hamrahlíðar og Miklubrautar. Kringlumýrabraut verður lokuð að hluta til meðan á framkvæmdum stendur. Gert er ráð fyrir að vinnan standi til kl. 16. Hjáleiðir verða merktar.

Á sama tíma verður unnið við fræsingu og malbikun á Miklubraut , milli Lönguhlíðar og Flugvallarvegar. Ein akrein á Miklubraut verður lokuð á þessum kafla meðan á framkvæmdum stendur.