28 Ágúst 2019 08:05

Áfram verður unnið við framkvæmdir á ýmsum stöðum í Reykjavík í dag, en m.a. er fyrirhugað að fræsa og malbika aðra akreinina á Sæbraut til suðurs, þ.e. frá Holtavegi að Skeiðarvogi frá kl. 9 – 14. Akreininni verður lokað og þrengt að umferð. Sömuleiðis er áformað að fræsa og malbika beygjurein frá Reykjanesbraut, sem liggur upp að hringtorgi við Smiðjuveg/Stekkjarbakka, á milli kl. 11 og 17 og verður rampinum lokað á meðan. Þá verður lokað fyrir umferð frá Snorrabraut inn á Sæbraut í dag og jafnframt lokað fyrir vinstri beygju frá Sæbraut inn á Snorrbraut, en ráðgert er að endurnýja umferðarljósabúnað á gatnamótunum. Vinnan við þetta hefst kl. 9.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.