22 Maí 2020 09:07

Núna standa yfir malbiksviðgerðir í Lækjargötu og á Fríkirkjuvegi í Reykjavík, en vegna þeirra er vegkaflinn frá Skólabrú og að Skothúsvegi lokaður og verður svo fram undir hádegi í dag. Þá er einnig unnið við malbiksviðgerðir í Arnarbakka í Breiðholti, þ.e. á milli Álfabakka og Breiðholtsskóla, og verður gatan lokuð eitthvað fram eftir degi.