14 Júní 2021 13:25
Í kvöld og nótt er stefnt á að malbika 820 m langa akrein til vesturs á Miklubraut milli Sæbrautar og Skeiðarvogs. Akreininni verður lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá svæðinu. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 20 til 03.
Í kvöld og nótt er einnig stefnt að því að fræsa 900 m langa vinstri akrein á Vesturlandsvegi til norðurs frá Húsasmiðjunni í Grafarholti. Akreininni verður lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá svæðinu. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 20 til kl. 02.